Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er plast endurunnið?

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

Einnig var spurt:
Hvernig er plast endurunnið hér á landi?

Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chloride (PVC), poly(ethylene terephthalate) (PET), polystyrene (PS) og polyurethane (PUR). Um 80% plastefna sem notuð voru í Evrópusambandinu árið 2011 voru unnin úr þessum sjö fjölliðum.

Plast er ekki það sama og plast. Því er mikilvægt að flokka og aðgreina frá mismunandi tegundir plasts áður en hægt er að endurvinna það.

Þar sem þessar fjölliður hafa þónokkuð mismunandi eiginleika er mikilvægt að aðskilja þær hverja frá annarri áður en þær eru endurunnar svo að eiginleikar endurunna plastsins verði ekki of frábrugðnir upprunalega plastefninu. Flokkun er þannig fyrsta skrefið í endurvinnslu plasts en skrefin eru eftirfarandi:

Skref 1: Flokkun

Ýmsar flokkunaraðferðir eru notaðar til að aðskilja mismunandi plastefni hvert frá öðru og oft eru tvær eða fleiri aðferðir notaðar samhliða í flokkunarferlinu til að hámarka hreinleikann. Dæmi um flokkunaraðferðir eru:

  • Aðskilnun út frá eðlismassa og floti: sumt plast flýtur í vatni á meðan annað sekkur. Það er því hægt að nota eðlismassann til að gera „flotpróf“ á plastinu og aðskilja það að einhverju leyti þannig.
  • Röntgengeislatækni: röntgengeislar geta verið notaðar til að greina á milli mismunandi plastefna út frá þéttleika þeirra.
  • Innrauðir skynjarar: þegar lýst er á plast endurkastar það aðallega innrauðu ljósi, þannig er hægt að nota innrauða skynjara til að aðgreina plasttegundirnar út frá því hvaða ljósbylgjum nákvæmlega þær endurkasta.

Skref 2: Niðurskurður

Næsta skref er að skera plastið niður í smærri agnir til að auðvelda áframhaldandi uppvinnslu þess.

Skref 3: Hreinsun og þurrkun

Því næst er mikilvægt að hreinsa plastagnirnar vel til þess að koma í veg fyrir óhreinindi í plastinu. Þetta er oft gert með því að skola plastefnið með köldu og/eða heitu vatni. Stundum eru fleiri efni notuð líka, eins og vítissódi, til að hreinsa efnið betur. Þegar skoluninni er lokið þarf að þurrka allt plastið vel áður en haldið er áfram í næsta skref endurvinnslunnar.

Skref 4: Eiginleg endurvinnsla

Þegar plastið er orðið nógu hreint er komið að eiginlegu endurvinnslunni. Ein algengasta aðferðin er svokölluð þrýstimótun eða þröngmótun (e. extrusion), en þá er plastið sett í rör sem er með skrúfu sem snýst. Skrúfan ýtir plastefninu jafnt og þétt áfram á sama tíma og skrúfan verður þykkari (eða rörið þrengist). Þrýstingur og núningurinn sem þetta leiðir til verða síðan til þess að plastið hitnar og bráðnar. Þá er hægt að ýta því í gegnum mót til að mynda lögunina sem verið er að leitast eftir.

Ein algengasta aðferðin við endurvinnslu plasts er svokölluð þrýstimótun (e. extrusion).

Aðrar tegundir endurvinnslu

Plast sem er hægt að endurvinna á ofangreindan hátt er oft kallað „thermoplast“ á ensku. Því miður er ekki hægt að endurvinna allar plasttegundir á þennan hátt, til dæmis plast sem höndlar hreinlega ekki hitunina í þrýstimótunarferlinu eða er með fleiri en eina fjölliðutegund í sama efninu (svokallaðar samfjölliður). Í slíkum samfjölliðum er ekki hægt að aðskilja efnið nægilega vel fyrir endurvinnslu.

Í þessum tilfellum eru aðallega tvær leiðir sem eru farnar til að endurnýta plastið. Annars vegar að brjóta efnið niður í smærri einingar sem hægt er að nota til að búa til plastefni á ný frá grunni. Þetta getur hins vegar verið dýr leið og misauðvelt að brjóta fjölliðurnar sem plastefnið er búið til úr niður í einliður sem hægt er að nýta á tilskyldan máta. Hins vegar er að nýta efnið til orkuvinnslu þar sem plastið er brennt fyrir varma- og rafmagnsframleiðslu til að ekki þurfi að skilja það eftir í náttúrunni sem landfyllingu.

Samkvæmt heimasíðu Sorpu þá er plastið sem safnast saman hér á Íslandi pressað, baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Einungis hluti plastsins er síðan endurunninn en afgangurinn er nýttur til varma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

dósent í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

6.1.2021

Spyrjandi

Lýður Jónsson, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Sandra Ósk

Tilvísun

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson. „Hvernig er plast endurunnið?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54071.

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson. (2021, 6. janúar). Hvernig er plast endurunnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54071

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson. „Hvernig er plast endurunnið?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54071>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er plast endurunnið?
Einnig var spurt:

Hvernig er plast endurunnið hér á landi?

Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chloride (PVC), poly(ethylene terephthalate) (PET), polystyrene (PS) og polyurethane (PUR). Um 80% plastefna sem notuð voru í Evrópusambandinu árið 2011 voru unnin úr þessum sjö fjölliðum.

Plast er ekki það sama og plast. Því er mikilvægt að flokka og aðgreina frá mismunandi tegundir plasts áður en hægt er að endurvinna það.

Þar sem þessar fjölliður hafa þónokkuð mismunandi eiginleika er mikilvægt að aðskilja þær hverja frá annarri áður en þær eru endurunnar svo að eiginleikar endurunna plastsins verði ekki of frábrugðnir upprunalega plastefninu. Flokkun er þannig fyrsta skrefið í endurvinnslu plasts en skrefin eru eftirfarandi:

Skref 1: Flokkun

Ýmsar flokkunaraðferðir eru notaðar til að aðskilja mismunandi plastefni hvert frá öðru og oft eru tvær eða fleiri aðferðir notaðar samhliða í flokkunarferlinu til að hámarka hreinleikann. Dæmi um flokkunaraðferðir eru:

  • Aðskilnun út frá eðlismassa og floti: sumt plast flýtur í vatni á meðan annað sekkur. Það er því hægt að nota eðlismassann til að gera „flotpróf“ á plastinu og aðskilja það að einhverju leyti þannig.
  • Röntgengeislatækni: röntgengeislar geta verið notaðar til að greina á milli mismunandi plastefna út frá þéttleika þeirra.
  • Innrauðir skynjarar: þegar lýst er á plast endurkastar það aðallega innrauðu ljósi, þannig er hægt að nota innrauða skynjara til að aðgreina plasttegundirnar út frá því hvaða ljósbylgjum nákvæmlega þær endurkasta.

Skref 2: Niðurskurður

Næsta skref er að skera plastið niður í smærri agnir til að auðvelda áframhaldandi uppvinnslu þess.

Skref 3: Hreinsun og þurrkun

Því næst er mikilvægt að hreinsa plastagnirnar vel til þess að koma í veg fyrir óhreinindi í plastinu. Þetta er oft gert með því að skola plastefnið með köldu og/eða heitu vatni. Stundum eru fleiri efni notuð líka, eins og vítissódi, til að hreinsa efnið betur. Þegar skoluninni er lokið þarf að þurrka allt plastið vel áður en haldið er áfram í næsta skref endurvinnslunnar.

Skref 4: Eiginleg endurvinnsla

Þegar plastið er orðið nógu hreint er komið að eiginlegu endurvinnslunni. Ein algengasta aðferðin er svokölluð þrýstimótun eða þröngmótun (e. extrusion), en þá er plastið sett í rör sem er með skrúfu sem snýst. Skrúfan ýtir plastefninu jafnt og þétt áfram á sama tíma og skrúfan verður þykkari (eða rörið þrengist). Þrýstingur og núningurinn sem þetta leiðir til verða síðan til þess að plastið hitnar og bráðnar. Þá er hægt að ýta því í gegnum mót til að mynda lögunina sem verið er að leitast eftir.

Ein algengasta aðferðin við endurvinnslu plasts er svokölluð þrýstimótun (e. extrusion).

Aðrar tegundir endurvinnslu

Plast sem er hægt að endurvinna á ofangreindan hátt er oft kallað „thermoplast“ á ensku. Því miður er ekki hægt að endurvinna allar plasttegundir á þennan hátt, til dæmis plast sem höndlar hreinlega ekki hitunina í þrýstimótunarferlinu eða er með fleiri en eina fjölliðutegund í sama efninu (svokallaðar samfjölliður). Í slíkum samfjölliðum er ekki hægt að aðskilja efnið nægilega vel fyrir endurvinnslu.

Í þessum tilfellum eru aðallega tvær leiðir sem eru farnar til að endurnýta plastið. Annars vegar að brjóta efnið niður í smærri einingar sem hægt er að nota til að búa til plastefni á ný frá grunni. Þetta getur hins vegar verið dýr leið og misauðvelt að brjóta fjölliðurnar sem plastefnið er búið til úr niður í einliður sem hægt er að nýta á tilskyldan máta. Hins vegar er að nýta efnið til orkuvinnslu þar sem plastið er brennt fyrir varma- og rafmagnsframleiðslu til að ekki þurfi að skilja það eftir í náttúrunni sem landfyllingu.

Samkvæmt heimasíðu Sorpu þá er plastið sem safnast saman hér á Íslandi pressað, baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Einungis hluti plastsins er síðan endurunninn en afgangurinn er nýttur til varma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.

Heimildir og myndir:

...