Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 384 svör fundust
Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?
Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...
Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?
Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desembe...
Eru ekki 100.000.000.000 stjörnukerfi í okkar vetrarbraut?
Eins og Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson segja frá í svari sínu við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? er talið að fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni sé 100-400 milljarðar. Hins vegar er ekki þar með sagt að stjörnukerfi, eða sólkerfi, í Vetrarbrautinni séu svona mörg. Eins og Þorsteinn V...
Hvað er vetni?
Vetni er frumefni og hefur efnatáknið H. Sætistala þess í lotukerfinu er 1 og það er léttasta frumefnið. Þegar það binst súrefni myndar það vatn sem við táknum með H2O. Vetnisgas er táknað með H2 en þar eru tvær vetnisfrumeindir bundnar saman. Eingöngu 0,01% af lofthjúpi jarðar er vetni og af massa jarðskorpunn...
Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?
Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...
Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?
Þyngdarkraftur frá hlut er í réttu hlutfalli við massa hlutarins eða efnismagn. Massi sólarinnar er 23.000 sinnum meiri en massi Úranusar og þyngdarkraftur frá sól er að sama skapi meiri en þyngdarkraftur frá Úranusi, miðað við sömu fjarlægð frá miðju hnattanna. En við viljum kannski ekki endilega miða við sömu...
Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?
Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...
Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?
Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...
"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Er árið lengra á tunglinu en á jörðinni þar sem það snýst lengri hring en við?
Það liggur ekki alveg á borðinu hvernig ætti að skilgreina ár á tunglinu. Braut tunglsins um jörð hallar aðeins um 5 gráður miðað við braut jarðar um sól. Tunglið hefur svokallaðan bundinn snúning miðað við jörð sem þýðir að það snýr alltaf nokkurn veginn sama yfirborðssvæði að jörð. Það snýst þess vegna einn hrin...
Hvaða pláneta er næst Mars?
Það er jörðin sem er næsta pláneta við Mars. Fjarlægðin milli þeirra er mjög breytileg, allt frá tæplega 56 milljón km til 400 milljón km. Þessi munur stafar af því að reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Röðin á plánetum sólkerfisins frá sólu er þessi: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpí...
Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?
Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því. Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá...
Hvað er lífbelti stjörnu?
Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...