Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?

Sævar Helgi Bragason

Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu.

Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desember. Eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Tunglið verður fullt 22. desember og þar sem tunglmánuðurinn er 29 dagar, verður sýningin endurtekin í ársbyrjun 2019.

Venus og tunglið í byrjun desember 2018.

Í sjónauka má sjá að Venus er líka sigðarlaga en vaxandi (um 25% upplýst), öfugt við tunglið. Ef vel er að gáð sést að Venus hefur fölgulan lit. Hann má rekja til brennisteins í skýjaþykkni reikistjörnunnar. Á yfirborðinu er um 480 stiga hiti vegna gróðurhúsaáhrifa.

Birta Venusar nær hámarki í nú byrjun desember. Hún fer dofnandi eftir það á sama tíma og hún fjarlægist sólina á himninum. Hinn 6. janúar 2019 verður Venus lengst í vestri frá sólu á himninum, þá hálf-upplýst frá okkur séð. Eftir það lækkar Venus hægt og rólega á himni og hverfur á endanum í birtu sólar þegar kemur fram í febrúar.

Venus var milli jarðar og sólar 26. október síðastliðinn. Reglan er sú að 72 dögum eftir það (kallað innri samstaða), nær Venus mestu álengd, það er kemst lengst frá sólu á himninum.

Forngrikkir kölluðu kvöldstjörnuna Venus Hesperus en Fosfórus þegar hún ríkti á morgunhimninum. Hesperus snýr aftur á morgunhiminninn að ári, í lok desember 2019.


Þetta svar og myndin sem því fylgir er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.11.2018

Spyrjandi

Sigrún

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76805.

Sævar Helgi Bragason. (2018, 28. nóvember). Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76805

Sævar Helgi Bragason. „Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76805>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?
Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu.

Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desember. Eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Tunglið verður fullt 22. desember og þar sem tunglmánuðurinn er 29 dagar, verður sýningin endurtekin í ársbyrjun 2019.

Venus og tunglið í byrjun desember 2018.

Í sjónauka má sjá að Venus er líka sigðarlaga en vaxandi (um 25% upplýst), öfugt við tunglið. Ef vel er að gáð sést að Venus hefur fölgulan lit. Hann má rekja til brennisteins í skýjaþykkni reikistjörnunnar. Á yfirborðinu er um 480 stiga hiti vegna gróðurhúsaáhrifa.

Birta Venusar nær hámarki í nú byrjun desember. Hún fer dofnandi eftir það á sama tíma og hún fjarlægist sólina á himninum. Hinn 6. janúar 2019 verður Venus lengst í vestri frá sólu á himninum, þá hálf-upplýst frá okkur séð. Eftir það lækkar Venus hægt og rólega á himni og hverfur á endanum í birtu sólar þegar kemur fram í febrúar.

Venus var milli jarðar og sólar 26. október síðastliðinn. Reglan er sú að 72 dögum eftir það (kallað innri samstaða), nær Venus mestu álengd, það er kemst lengst frá sólu á himninum.

Forngrikkir kölluðu kvöldstjörnuna Venus Hesperus en Fosfórus þegar hún ríkti á morgunhimninum. Hesperus snýr aftur á morgunhiminninn að ári, í lok desember 2019.


Þetta svar og myndin sem því fylgir er fengið af Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

...