Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2673 svör fundust
Hvað gerist ef Alþingi setur lög sem stangast á við stjórnarskrána?
Ef ákvæði almennra laga stangast á við ákvæði stjórnarskrár gildir ákvæði almennu laganna ekki, enda má Alþingi ekki setja lög sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Telji dómstóll að ákvæði almennra laga gangi gegn ákvæði stjórnarskrár er ákvæði almennu laganna einfaldlega virt að vettugi og ekki beitt við ...
Hvert er samheiti orðsins 'samheiti'?
Orðið samheiti er í íslensku notað í sömu merkingu og erlenda orðið 'synonym', það er um orð sem hafa sömu eða næstum sömu merkingu eins og bifreið og bíll, fótbolti og knattspyrna. Mér er ekki kunnugt um að notað sé annað orð um þetta. Sumir rugla saman orðunum samheiti og samyrði. Samyrði er notað um það sem...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?
Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum....
Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?
Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{...
Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af?
Svarið felst í merkingunni sem lögð er í hugtakið hyrning. Í venjulegri rúmfræði er hægt að skilgreina þetta hugtak svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta fletinum. Látum n tákna fjölda punktanna og tölusetjum þá frá 1 og upp í n. Teiknum nú strik frá fyrsta til annars pun...
Hvernig varð jörðin til?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Hvað er leikjafræði?
Leikjafræði (e. Game Theory) fjallar um þau samskipti manna - eða annarra - þar sem athafnir eins hafa áhrif á hag og athafnir annarra. Þetta er augljóslega afar víðtækt svið. Einn fremsti leikjafræðingur heims, Robert Aumann, telur að ef til vill ætti frekar að kalla hana gagnvirk ákvarðanafræði (á ensku Interact...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Hvað getið þið sagt mér um fléttur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...
Er hægt að svara spurningu með spurningu?
Tæknilega séð er hægt að svara spurningu með spurningu en hvort það sé ávallt notadrjúgt eða nytsamlegt er svo annað mál. Það fer kannski eftir vilja manns til að halda samræðum áfram. Í mörgum tilfellum myndi maður eflaust fæla viðmælandann á brott ef endalaust væri svarað með spurningu. Þannig gæti verið að ...
Hvað er tími?
Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...
Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...
Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?
Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...