Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1508 svör fundust
Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...
Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?
Svarið við spurningunni veltur á túlkun manna á fyrsta skeiði kristni í landinu sem og í hvaða merkingu orðið kirkja er notað. Ef við notum hugtakið kirkja um byggingu sem einkum er notuð til helgihalds burtséð frá stærð, gerð, eignarhaldi, vígslu og kirkjuréttarlegri stöðu má geta sér þess til að „kirkjur“ hafi r...
Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?
Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...
Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...
Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?
Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...
Éta ísbirnir mörgæsir?
Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...
Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?
Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og ...
Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?
Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...
Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?
Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í ...
Hversu langt er í að hægt verði að skapa líf á rannsóknarstofum?
Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni. Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að þa...
Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey? - Myndband
Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við „séð“ eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?
Jöklarnir verða til fyrir ofan snælínu þar sem snjór nær ekki að bráðna á sumrin. Þeir skríða þaðan niður fjallshlíðarnar þangað til svo hlýtt er orðið að allur ís, sem berst fram, bráðnar. Aðdráttarkraftur jarðar togar í ísinn sem er ekki nógu stífur og harður til þess að standa fastur og kyrr eins og fjöllin. St...
Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?
Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...