Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 275 svör fundust
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Hver var sólguðinn Helíos?
Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?" Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að h...
Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?
Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?
Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...
Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...
Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?
Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...
Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...
Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?
Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Hversu lengi væri blendingur ísbjarnar og brúnbjarnar að verða að nýrri tegund?
Tegundamyndun er hægfara ferli sem tekur þúsundir kynslóða og því er nær ómögulegt að segja til um hvenær ein tegund hverfur og önnur tekur við. Blendingar brúnbjarna (skógarbjarna, Ursus arctos) og hvítabjarna (Ursus maritimus) eru þekktir úr dýragörðum. Hins vegar eru þeir afar sjaldgæfir í náttúrunni og því...
Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...
Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?
Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...