Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 972 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...

category-iconTrúarbrögð

Er guð karl eða kona?

Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að hægt er að hugsa sér guð sem karl eða konu, eða bara hvað sem er. Við bendum einnig á önnur svör um guð, meðal annars: Hvernig lítur guð út?Hvernig varð guð til?Af hverju heitir guð „Guð”?...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?

Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd. Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aða...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?

Orðið rússíbani er tökuorð úr dönsku. Þar heitir leiktækið rutschebane eða rutsjebane og er heitið fengið að láni úr þýsku Rutschbahn. Að baki liggur annars vegar þýska sögnin rutschen ‘renna’ og hins vegar þýska nafnorðið Bahn ‘braut’. Algengasta orðið í þýsku yfir leiktækið er þó Achterbahn. Í rússíbana renna m...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni orðsins tívolí?

Smellið á kortið til að sjá það í lit. Orðið tívolí er komið inn í íslensku úr dönsku en þangað kom það úr frönsku á nítjándu öld. Það er dregið af heitinu á skemmtigarði í París, (Jardin de) Tivoli, sem heitir eftir ítölsku borginni Tivoli fyrir utan Rómaborg. Heimild: Nudansk ordbog, 1957....

category-iconLandafræði

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?

Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á landinu er Sjömannabani?

Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat...

category-iconEfnafræði

Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?

Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru garðfuglar?

Garðfuglar eru einfaldlega fuglar sem finnast að staðaldri í görðum. Hér á landi eru fjórar fuglategundir algengastar í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea). Auðnutittlingar og ...

category-iconHugvísindi

Hver var einræðisherra í Makedóníu þar til lýðveldi var tekið upp þar fyrir stuttu?

Makedónía var hluti af Júgóslavíu þar til sjálfstæði var lýst yfir árið 1991 og því voru stjórnendur þess hinir sömu og í Júgóslavíu. Tæplega er hægt að tala um að einræðisherra hafi ríkt í Júgóslavíu eftir dauða Títós árið 1980 fyrr en Slóbodan Mílosjevits fer að láta til sín taka við lok 9. áratugarins. Stofnun ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?

Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...

Fleiri niðurstöður