Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 863 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?

Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar. Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar. Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef svartir albínóar verða hvítir af hverju verða þá ekki hvítir albínóar svartir?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Albínismi stafar af gölluðu víkjandi litargeni. Eðlilega litargenið stuðlar að myndun melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

category-iconFélagsvísindi

Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?

Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...

category-iconNæringarfræði

Hvort geymist brauð betur fyrir utan ísskáp eða inni í honum?

Hægt er að svara þessari spurningu á tvo vegu eftir því hvort átt er við geymslu með tilliti til örverufræðilegra þátta eða gæðaskerðingar vegna hörðnunar brauðsins. Út frá örverufræði má reikna með að brauð geymist lengur í ísskáp heldur en í stofuhita en út frá gæðum er vænlegra að geyma það við stofuhita. Út ...

category-iconUmhverfismál

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?

Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?

Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis: pabbi minnmamma mínheimilið mitt sokkurinn minn Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mam...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

category-iconSálfræði

Hvernig getum við hugsað?

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?

„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?

Gæsir (Anser spp.) líkt og fjölmargar aðrar tegundir fugla koma hingað til lands sem og á aðra staði á kaldtempruðum svæðum og heimskautasvæðum jarðar þegar vorar og hlýnar í lofti. Þegar kólnar á haustin yfirgefa þær svo svæðin og leita suður á bóginn. Af hverju leggja þessar fuglategundir þetta ferðalag á sig...

Fleiri niðurstöður