Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1178 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?

Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Messier-skráin?

Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?

Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir. Hún hefur jafnframt rannsakað...

category-iconLæknisfræði

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?

Um þessar mundir, í febrúar 2004, skína tvær reikistjörnur skært í suðvestri á kvöldin og morgnana. Á kvöldhimninum birtist Venus björt og fögur stuttu áður en húmar að og er á himninum talsvert frameftir kvöldi. Á morgunhimninum er það hins vegar Júpíter sem sést skína bjartur. Júpíter kemur upp um rétt fyrir klu...

category-iconFélagsvísindi

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...

category-iconTrúarbrögð

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?

Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu klukkur til Íslands og hvernig vissu menn hvað tímanum leið áður en þær komu til sögunnar?

Sjálfvirkar stundaklukkur, það er klukkur sem miða við mínútur og klukkustundir, litu dagsins ljós suður í Evrópu á 14. öld og voru helst í stórum dómkirkjum. Þær voru ekki framleiddar til einkanota fyrr en um 1500. Klukkur voru sjaldgæfar hér á landi framan af en þó er talið að slíkur gripur hafi verið í eigu Hó...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...

Fleiri niðurstöður