Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lýsa stjörnur?

Helga Xialan Haraldsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller og Sólrún Halla Einarsdóttir

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar.

Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rekast saman í sífellu. Vegna hitans hafa frumeindirnar rofnað í atómkjarna og rafeindir og við árekstur geta slíkir kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna. Þetta kallast kjarnasamruni, en oft er um að ræða tvo vetniskjarna sem renna saman og mynda helínkjarna.

Mynd af stjörnunni Proxima Centauri tekin af Hubble-geimsjónaukanum.

Við þessa samruna umbreytist hluti af massa upprunalegu kjarnanna í orku og hluti orkunnar losnar svo frá stjörnunni sem rafsegulgeislun. Geislunin er bæði á formi sýnilegs ljóss og varmageislunar en einnig annarra gerða rafsegulgeislunar, svo sem útvarpsbylgja og röntgengeisla.

Fyrir hvert kilógramm af vetni sem stjarnan brennir umbreytast 7 grömm í orku en afgangurinn fer í að mynda helín. Orkan sem losnar er mjög mikil miðað við magn efnisins, til dæmis losnar nóg af orku til að bræða hundrað tonn af ís við það þegar 2,8 grömm af vetni breytast í helín. Stjörnur brenna hraðar eftir því sem massi þeirra er meiri vegna þess að þá er meiri þrýstingur í kjarna þeirra. Massamestu stjörnurnar lifa í nokkrar milljónir ára en þær massaminnstu brenna mun hægar og lifa í tugi milljarða ára.

Sú geislun sem verður til við kjarnasamruna á sólinni berst meðal annars til okkar sem sólarljós og hiti.

Sólin okkar er stjarna og í henni fer fram kjarnasamruni þar sem vetniskjarnar sameinast og mynda helín. Geislunin sem verður til út frá þessu ferli berst til okkar á jörðinni sem sólarljós og hiti, auk annarra gerða geislunar. Sólin er 330.000 sinnum þyngri en jörðin og hitinn í kjarna hennar er um 15 milljónir gráða á Selsíus en yfirborðshitinn um 5.600°C. Margar aðrar stjörnur eru mun stærri og heitari.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.7.2015

Spyrjandi

Brynja Guðmundsdóttir, Marín Birta Kristinsdóttir

Tilvísun

Helga Xialan Haraldsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Af hverju lýsa stjörnur?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64366.

Helga Xialan Haraldsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2015, 13. júlí). Af hverju lýsa stjörnur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64366

Helga Xialan Haraldsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir Gaehwiller og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Af hverju lýsa stjörnur?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64366>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lýsa stjörnur?
Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar.

Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rekast saman í sífellu. Vegna hitans hafa frumeindirnar rofnað í atómkjarna og rafeindir og við árekstur geta slíkir kjarnar runnið saman og myndað kjarna þyngri frumefna. Þetta kallast kjarnasamruni, en oft er um að ræða tvo vetniskjarna sem renna saman og mynda helínkjarna.

Mynd af stjörnunni Proxima Centauri tekin af Hubble-geimsjónaukanum.

Við þessa samruna umbreytist hluti af massa upprunalegu kjarnanna í orku og hluti orkunnar losnar svo frá stjörnunni sem rafsegulgeislun. Geislunin er bæði á formi sýnilegs ljóss og varmageislunar en einnig annarra gerða rafsegulgeislunar, svo sem útvarpsbylgja og röntgengeisla.

Fyrir hvert kilógramm af vetni sem stjarnan brennir umbreytast 7 grömm í orku en afgangurinn fer í að mynda helín. Orkan sem losnar er mjög mikil miðað við magn efnisins, til dæmis losnar nóg af orku til að bræða hundrað tonn af ís við það þegar 2,8 grömm af vetni breytast í helín. Stjörnur brenna hraðar eftir því sem massi þeirra er meiri vegna þess að þá er meiri þrýstingur í kjarna þeirra. Massamestu stjörnurnar lifa í nokkrar milljónir ára en þær massaminnstu brenna mun hægar og lifa í tugi milljarða ára.

Sú geislun sem verður til við kjarnasamruna á sólinni berst meðal annars til okkar sem sólarljós og hiti.

Sólin okkar er stjarna og í henni fer fram kjarnasamruni þar sem vetniskjarnar sameinast og mynda helín. Geislunin sem verður til út frá þessu ferli berst til okkar á jörðinni sem sólarljós og hiti, auk annarra gerða geislunar. Sólin er 330.000 sinnum þyngri en jörðin og hitinn í kjarna hennar er um 15 milljónir gráða á Selsíus en yfirborðshitinn um 5.600°C. Margar aðrar stjörnur eru mun stærri og heitari.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015. ...