Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 399 svör fundust
Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?
Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...
Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?
Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla ...
Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?
Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð. Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ...
Af hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur?
Alzheimers-sjúkdómurinn er hrörnunarsjúkdómur sem herjar helst á miðaldra fólk eða aldraða. Hann leiðir til minnistruflana og annarra truflana við hugsun og heilastarfsemi. Fólk fær Alzheimers-sjúkdóm vegna þess að heili þess hrörnar; taugafrumum fækkar og sömuleiðis taugatengingum á milli þeirra. Í svari M...
Hvers vegna fær maður blóðnasir?
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...
Hvað eru þurr augu?
Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...
Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?
Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?
Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...
Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?
Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...
Hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum?
Í lok árs 2005 er talið að 40,3 milljón manna í heiminum hafi verið smituð af HIV-veirunni. Þar af eru 17,5 milljónir kvenna og 2,3 milljón barna undir 15 ára aldri. Á árinu 2005 bættust í hóp smitaðra alls 4,9 milljónir manna, þar af 700.000 börn. Á árinu 2005 er talið að 3,1 milljónir hafi látist úr eyðni, þar a...
Hvað veldur vindgangi?
Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...