Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 936 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „á öldum ljósvakans”?

Orðið ljósvaki er rakið til Jónasar Hallgrímssonar skálds. Hann notaði það fyrstur manna í þýðingu sinni Stjörnufræði eftir G. F. Ursin (Kaupmannahöfn 1842:9). Þar stendur (stafsetningu breytt): „Sumir halda ljósið streymi út úr hinum lýsendu líkömum; aftur halda sumir, það komi af skjálfta eður bylgjugangi í harð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími steypireyða?

Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru geitur með þrjá maga?

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans. Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er og hvernig verkar penisilín?

Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...

category-iconHugvísindi

Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?

Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas Morgan og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Thomas Hunt Morgan fæddist 25. september 1866, í Lexington, Kentucky, í Bandaríkjunum en lést 4. desember 1945. Bakgrunnur Morgans var í þroskunarfræði en hans merkilegustu uppgötvanir voru á sviði erfðafræði. Hann lauk doktorsprófi (1899) frá John Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann rannsakaði þroskun s...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconNæringarfræði

Er mjólk holl?

Hér er einnig svarað spurningu Baldvins Kára Sveinbjörnssonar:Er mjólk, eins og hún er unnin í dag, í raun jafnholl og af er látið?Þegar litið er til innihalds mjólkur af næringarefnum er ekki hægt að segja annað en að mjólk sé bráðholl. Í raun er mjólk næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á, ef frá er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?

Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er sjóbirtingur?

Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Arkímedes?

Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar. Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lenda kettir alltaf á löppunum?

Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum. Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

Fleiri niðurstöður