Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1232 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?

Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconFöstudagssvar

Halda mýs að leðurblökur séu englar?

Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 0%1?

Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi

Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með k...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?

Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

category-iconHugvísindi

Hvað er rétttrúnaðarkirkja?

Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?

Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrskógur það sama og greniskógur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ýmist er talað um barrskóg eða greniskóg. Hver er munurinn á þessu, hver er munurinn á barri og greni? Þessar vangaveltur komu fram í kennslustund hjá mér og gaman væri að fá svör frá ykkur. Munurinn á barrskógi og greniskógi er sá að í barrskógi geta verið ýmsar tegundir barrt...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er málþroskaröskun?

Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?

Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um aðlögun og vistfræðilega stöðu áttfætlna hér á landi?

Áttfætlur hér á landi (Arachnida) tilheyra fjórum ættbálkum: Ættbálki köngulóa (Araneae), langfætlna (Opiliones), áttfætlumaura (Acari) og dreka (Pseudoscorpiones). Vistfræðilegur sess þeirra er mjög mismunandi milli hópa og tegunda en þær hafa lagað sig að margvíslegum búsvæðum. Köngulær (Araneae) Köngulær...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

category-iconEfnafræði

Hvað eru vetnishalíðar?

Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...

Fleiri niðurstöður