Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1405 svör fundust
Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní?
Georg spurði: Hvað verður um helínblöðrur þegar þær fara upp í loftið?Er ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar. Ris blöðru Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand sem lægsta hefur stöðuorku. Þungt loft l...
Er kjarnorka umhverfisvæn?
Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...
Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...
Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?
Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóst...
Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?
Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....
Er hvít málning þyngri en svört?
Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...
Hvað er sigti eða sáldur Eratosþenesar?
Eratosþenes frá Kýreneu var forngrískur vísindamaður sem var uppi um 250 f.Kr. Hans er meðal annars minnst fyrir að hafa áætlað ummál jarðar nokkuð nákvæmlega, gert landakort af þeim hluta heimsins sem var þekktur á tímum Grikkja, og fyrir að hafa reiknað út að árið er 365,25 dagar. Við höfum áður fjallað um Erato...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?
Ein hitaeining (kaloría) er sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu. Þessi orka er lítið eitt mismunandi eftir því hvort verið er að hita vatnið úr 10°C í 11°C eða úr 20°C í 21°C og svo framvegis. Þess vegna þarf að skilgreina þetta betur. Miðað er við þá orku sem þarf til að hita vatnið úr ...
Hvaða áratugur er núna?
Samkvæmt tímatali okkar er núna fyrsti áratugur tuttugustu og fyrstu aldar. Hann byrjaði 1. janúar 2001 og honum lýkur 31. desember árið 2010. Á undan honum var tíundi áratugur tuttugustu aldar og á eftir honum er að sjálfsögðu annar áratugur 21. aldar. Sjá til dæmis svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningun...
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...
Er vitað hvenær sameiginlegur forfaðir allra núlifandi manna var uppi?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til forfeðra. Þeim mun aftar eða ofar í ættartréð sem farið er, þeim mun fleiri verða forfeðurnir. En greinar ættartrjáa tengjast iðulega eftir því sem lengra er rakið aftur. Því má ímynda sér að hægt sé að rekja ættartré allra núlifandi manna til eins forföðurs...
Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?
Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...
Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?
Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...
Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag? Mér er alveg fyrirmunað að finna nokkuð um það á netinu. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir svari á vefnum svo ef þið getið svarað því strax þá væri það frábært. Þið vitið svo mikið!Samkvæmt manntali Nýj...