Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1510 svör fundust
Er það rétt að Noregur sé eina landið sem er skuldlaust og hvar stendur Ísland í þessum málum?
Strangt til tekið er Noregur ekki skuldlaus við útlönd. Það er hins vegar rétt að Norðmenn skulda lítið í útlöndum og eiga nokkuð digra sjóði erlendis. Hér munar mest um sjóð sem þeir hafa lagt til hliðar af tekjum af olíuútflutningi en verðmæti hans er nú yfir 4.400 milljarðar íslenskra króna sem gerir tæpa millj...
Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?
Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...
Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...
Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?
Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...
Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?
Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商...
Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?
Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?
Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...
Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?
Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...
Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...
Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?
Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...
Hvað er hagvöxtur?
Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir ...
Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?
Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...
Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?
Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...
Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...