Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 73 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?

Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...

category-iconJarðvísindi

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?

Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerir lifrin?

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðalmanni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Helstu störf lifrar eru eftirfarandi: Sykruefnaskipti. Lifrin er sérstaklega mikilvæg í að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni eða glúkósamagni blóðs. Hún breytir glúkósa í fjölsykr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er æxlisbæligen?

Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...

category-iconSálfræði

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti á Haítí í janúar árið 2010?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þrýstast hver undir annan. Á öllum þessum flekasamskeytu...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?

Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?

Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...

Fleiri niðurstöður