Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 82 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er sjálfsfróun hættuleg? - Myndband

Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugtakið sjálfsfróun gefur til kynna einspil en þýðir þó ekki endilega að aðeins einn einstaklingur komi þar að verki. Sjálfsfróun getur verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvor...

category-iconMenntavísindi

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconHeimspeki

Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?

Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og ...

category-iconLögfræði

Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir? Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í a...

category-iconLæknisfræði

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður fólk stressað?

Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

category-iconHeimspeki

Hvenær er maður gamall?

Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Ungt fólk hefur allt aðra skoðun en þeir sem eldri eru á því hvenær einhver er orðinn „gamall“. Fæstum finnst þeir sjálfir vera gamlir, fólk hefur eitthvað viðmið sem það notar til að meta aldur og sá aldur hækkar eftir því sem við...

category-iconNæringarfræði

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um skaðleg áhrif rafsegulbylgna, svo sem frá GSM-símum, örbylgjuofnum, útvarpssendum og raflínum. Í þessu svari er fjallað um öll þessi efni í samhengi. Bylgjur frá útvarpssendum, símum og örbylgjuofnum eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, ...

category-iconLæknisfræði

Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?

Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

Fleiri niðurstöður