Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 17:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:55 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er/var hann þessi Eyjólfur sem við vonumst til að "fari nú að hressast" (og hressist hann eitthvað svo vitað sé)?

Elsta heimild um orðasambandið hver veit nema Eyjólfur hressist í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Norðanfara sem gefið var út á síðari hluta 19. aldar. Það þekkist enn en engar öruggar heimildir eru um þennan Eyjólf.

Jón Friðjónsson (2006:175), sem gaf út ritið Mergur málsins, bók um íslensk orðatiltæki, vitnar í heimildir í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Hann segir upprunann ókunnan og enginn viti örugg deili á Eyjólfi en nefnir annars vegar að orðatiltækið gæti átt rætur að rekja til Svartadauða en hins vegar að að baki liggi ef til vill sögnin um tengdamóður Eyjólfs sem á að hafa sagt: „hver veit nema Eyjólfur hressist“ og vitnar þar til nýkvænts tengdasonarins sem enn hafði ekki getið konu sinni barn. Vafalaust eru margar sögur á kreiki í líka veru.

Hugsanlega gæti orðatiltækið hver veit nema Eyjólfur hressist átt rætur að rekja til Svartadauða en einnig gæti legið að baki sögnin um tengdamóður Eyjólfs sem á að hafa sagt: „hver veit nema Eyjólfur hressist“ og er þar vísað til nýkvænts tengdasonarins sem enn hafði ekki getið konu sinni barn.

Til eru dæmi um viðbótina og … og Bóthildur fái slag en hún heyrist sjaldan. Merking orðatiltækisins er að verið getur að ástandið, til dæmis heilsa eða skap, fari að skána.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.1.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2025, sótt 5. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86944.

Guðrún Kvaran. (2025, 31. janúar). Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86944

Guðrún Kvaran. „Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2025. Vefsíða. 5. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86944>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er/var hann þessi Eyjólfur sem við vonumst til að "fari nú að hressast" (og hressist hann eitthvað svo vitað sé)?

Elsta heimild um orðasambandið hver veit nema Eyjólfur hressist í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Norðanfara sem gefið var út á síðari hluta 19. aldar. Það þekkist enn en engar öruggar heimildir eru um þennan Eyjólf.

Jón Friðjónsson (2006:175), sem gaf út ritið Mergur málsins, bók um íslensk orðatiltæki, vitnar í heimildir í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Hann segir upprunann ókunnan og enginn viti örugg deili á Eyjólfi en nefnir annars vegar að orðatiltækið gæti átt rætur að rekja til Svartadauða en hins vegar að að baki liggi ef til vill sögnin um tengdamóður Eyjólfs sem á að hafa sagt: „hver veit nema Eyjólfur hressist“ og vitnar þar til nýkvænts tengdasonarins sem enn hafði ekki getið konu sinni barn. Vafalaust eru margar sögur á kreiki í líka veru.

Hugsanlega gæti orðatiltækið hver veit nema Eyjólfur hressist átt rætur að rekja til Svartadauða en einnig gæti legið að baki sögnin um tengdamóður Eyjólfs sem á að hafa sagt: „hver veit nema Eyjólfur hressist“ og er þar vísað til nýkvænts tengdasonarins sem enn hafði ekki getið konu sinni barn.

Til eru dæmi um viðbótina og … og Bóthildur fái slag en hún heyrist sjaldan. Merking orðatiltækisins er að verið getur að ástandið, til dæmis heilsa eða skap, fari að skána.

Heimildir og myndir:...