Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 174 svör fundust
Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?
Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...
Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...
Hvað eruð þið gömul?
Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...
Hver var stærsta risaeðlan?
Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....
Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?
Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdý...
Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?
Í Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Spurt er hvaða teningum maður eigi að halda eftir ef við viljum bara fá sem hæsta summu á teningana fimm. Eðlilegt er að segja að sú leikaðferð sé best sem gefur hæ...
Hver er meðalaldur Íslendinga?
Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...
Hve þungt er hjarta steypireyðar?
Samkvæmt japönskum rannsóknum er hlutfall hjartavöðvans um 0,5% af heildarlíkamsþyngd steypireyðarinnar (Balaenoptera musculus). Hjarta í 120 tonna steypireyði ætti þess vegna að vera 600 kg. Þyngsta hjarta sem vegið hefur verið reyndist vera 908 kg. Það var hjarta úr tarfi sem veiddist undan ströndum Suður...
Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?
Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...
Hver er stærsti snigill í heimi?
Stærsti snigill í heimi er stórvaxinn sjávarsnigill sem nefnist Syrinx aruanus á latínu. Enska heitið er ‘Australian trumpet shell’ og á íslensku gæti hann þess vegna kallast ástralskur trompetsnigill. Trompetsnigillinn getur náð allt að 78 cm lengd og vegið tæp 20 kg. Snigillinn finnst aðallega undan strönd...
Hvað er jörðin þykk?
Snúningur jarðar veldur því að hún er ekki nákvæmlega kúlulaga heldur er fjarlægðin frá miðju og út að miðbaug meiri en fjarlægðin frá miðju og út að pólunum. Þetta veldur því að þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en þvermál milli pólanna er 12.713 km. Meðalþvermál er hins vegar 12.740 km. Hugsum okkur að ...
Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...
Hvað hleypur strúturinn hratt?
Strúturinn (Struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann geta náð allt að 250 cm hæð og vegið yfir 130 kg. Í dag lifir strúturinn einungis í Afríku en áður var hann einnig algengur í Miðausturlöndum. Strútar eru gríðalega sprettharðir og geta samkvæmt rannsóknum náð um 65 km hraða á klukkustund...