Það einfaldar málið mjög ef við tökum eftir að sú leikaðferð sem dugar best ef bara einum tening er kastað hlýtur að vera sú sama og dugar best þegar 5 teningum er kastað. Nú má prófa leikaðferðir með skipulegum tilraunum, eða beita reikningum. Förum stuttlega í gegnum reikningana til að finna meðaltalið ef þeirri leikaðferð er beitt að halda bara eftir sexum, reikningar við aðrar aðferðir eru svo til eins. Í fyrsta kasti eru líkurnar \(\frac{1}{6}\) að við fáum sexu og \(\frac{5}{6}\) að við fáum eitthvað annað. Ef við fengum ekki sexu þá köstum við aftur og þá eru líkurnar aftur \(\frac{1}{6}\) að við fáum sexu og \(\frac{5}{6}\) að við fáum eitthvað annað. Líkurnar á því að við þurfum að kasta tvisvar til að fá sexu eru því \(\frac{5}{6}\cdot \frac{1}{6}=\frac{5}{36}\). Ef við höfum hvorki fengið sexu í fyrsta né öðru kasti þá eru líkurnar aftur \(\frac{1}{6}\) að við fáum sexu og \(\frac{5}{6}\) að við fáum eitthvað annað þegar við köstum í þriðja sinn. Líkurnar á því að við köstum þrisvar án þess að fá sexu eru \(\frac{5}{6}\cdot \frac{5}{6}\cdot \frac{5}{6}=\frac{125}{216}\). Því eru líkurnar \(\frac{91}{216}\) að við höfum fengið sexu. Ef við fengum ekki sexu þá hafa allar tölurnar 1, 2, 3, 4 og 5 jafnar líkur á að verða loka útkoman, þannig að þá er meðalútkoman 3. Ef tilraunin er endurtekin nógu oft þá ættum við að hafa að jafnaði fengið sexu i \(\frac{125}{216}\) tilvika og eitthvað annað (að meðaltali 3) í \(\frac{91}{216}\) tilvika. Meðaltals útkoman er því \(\frac{91}{216}\cdot 3+\frac{125}{216}\cdot 6=4,26\). Í Yatsý eru notaðir 5 teningar og því verður meðaltals útkoma þegar þessari leikaðferð er fylgt er 5∙4,26=21,3. Mynd:
- Wikimedia Commons. Sótt 13. 7. 2011.