Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 96 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu?

Holdafar fólks ákvarðast af lifnaðarháttum og erfðum. Illa hefur gengið að finna þá erfðastofna sem ákvarða holdafar og þar með offitu en það kann að vera að breytast. Nýlega hefur tekist að finna erfðagalla sem veldur offitu í músum. Rannsóknir á þessum dýrum hafa aukið skilning manna á því hvernig holdafari er s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr þrífast í ferskvatni?

Þessi spurning er afar yfirgripsmikil þar sem dýralíf í ferskvatni er mjög fjölbreytt. Óhætt er að slá því föstu að allir helstu flokkar dýra eigi sér fulltrúa í ferskvatnsfánu heimsins. Hér verður spurningunni svarað út frá ferskvatnsdýrafánu Íslands. Í ritinu Íslensk votlendi: Verndun og nýting í ritstjórn Jó...

category-iconEfnafræði

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?

Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?

Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi? Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft rugla...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju getum við ekki andað í vatni?

Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar tegundir af uglum á Íslandi?

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl hér en verpir þó stundum á Íslandi. Branduglur (Asio flammeus) eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200...

category-iconEfnafræði

Hvað er príon?

Príon (e. proteinacious infectuous particles), einnig nefnd prótínsýklar, eru sérstök prótín sem finnast í eðlilegum frumum en geta í vissum tilfellum valdið sjúkdómum. Til eru mörg gen í spendýrum og sveppum sem tjá eða innihalda forskrift að príonprótínum. Í spendýrum má finna príon í mestum styrk í frumum miðta...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

Fleiri niðurstöður