Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1698 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?

Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg. Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum se...

category-iconLögfræði

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans?

Veirur dreifast með margvíslegum hætti, þar á meðal með hlutum í umhverfinu. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, er í fjölskyldu kórónuveira (e. Coronaviridae). Þær eiga það allar sameiginlegt að samanstanda af erfðaefni (búið til úr RNA eða ribonucleic acid), prótínum sem verja erfðaefnið og hjúp sem umlykur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconHeimspeki

Hver er skoðun Humes á Guði?

Segjast verður að David Hume (1711-1776) hafði enga skýra „skoðun á Guði“. Hann gerði að vísu greinarmun á sannri og ósannri trú en var heldur fámáll um hvað fælist í hinni fyrrnefndu. Eftir að hafa kastað sinni kalvínsku barnatrú virtist eðli Guðs og annað þess háttar einfaldlega ekki hafa verið honum sérlega hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að setja punkt innan sviga eða utan?

Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3: „Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er betra að fara með jarðtengingu húsa niður á fast sem kallað er?

Svarið er nei. Slík ráðstöfun fjármuna byggist á því að menn rugla saman tveimur allsendis óskyldum hlutum. Annars vegar er vissulega æskilegt að fara með undirstöður húss niður á fast til að húsið hreyfist síður. Hins vegar er jarðtenging síst betri ef hún nær niður á fast því að rafleiðni í jörðinni er síst meir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?

Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu. Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

category-iconHugvísindi

Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?

Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?

Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?

Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...

Fleiri niðurstöður