Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 67 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?

Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt): Synir hans láta verpa haug virðulegan ...

category-iconHeimspeki

Er þessi setning ósönn?

Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær lýkur skák með jafntefli?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...

category-iconLæknisfræði

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er best að kenna venjulegum páfagauki að tala?

Hér eru góð ráð til þess að fá páfagauk til að tala: Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala. Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athy...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconLífvísindi: almennt

Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?

Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er málþroskaröskun?

Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum. ...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er Mikjálsmessa?

Mikjálsmessa heitir eftir Mikael erkiengli. Vesturkirkjan sá í honum bakhjarl kristinna manna almennt, einkum þó hermanna, en í austurkirkjunni var hann fyrst og síðast talinn hjálpari og styðjandi veikra og lasburða. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtin...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

category-iconSálfræði

Hverjar eru orsakir stams?

Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. Þegar fó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er lengsta setning sem hægt er að mynda með því að nota einungis skammstafanir?

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Eðlileg setning þarf að hafa frumlag, umsögn og (helst) andlag eða forsetningarlið. Þess vegna er ekki hægt að hrúga saman röð af skammstöfunum og fá vit úr setningunni. Eðli skammstafana er að stytta algenga liði innan setningar í ritun en ekki tali. Vel má hugs...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

Fleiri niðurstöður