Michael var eigi maður heldur andi, skipaður af almáttkum Guði höfðingi annarra engla, þeirra er hann hefir til setta að stríða í móti Djöflinum og hans fjandlegum erindrekum og að hlífa öllu kristnu fólki rétt trúuðu við skaðsamlegum skeytum óhreinna anda. Michaeli höfuðengli er og einkanlega gefið af Guði vald yfir kristinna manna sálum fram farandi af þessum heimi, að taka við þeim og leiða þær í háleita hvíld Paradísar.Hallur lét skírast, þó ekki fyrr en á næstu páskum, segir þar. En í Njáls sögu er hann skírður á Mikjálsmessu, eftir að Þangbrandur lofar honum að Mikjáll skuli verða fylgjuengill hans. Hér á landi voru um 15 guðshús helguð þessum erkiengli og vitað er um myndir af honum í sumum þeirra fyrir aldamótin 1400. Mikael er meðal annars verndardýrlingur Úkraínu og Þýskalands. Nafn hans merkir "Hver er sem Guð?" Mikjálsmessa var lögð af sem formlegur messudagur á Íslandi árið 1770, en er í sókn aftur. Dagurinn er einnig helgaður öðrum englum. Mynd: Michael (archangel) á Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 28. 01. 2008.
Hvenær er Mikjálsmessa?
Útgáfudagur
6.2.2008
Síðast uppfært
27.6.2018
Spyrjandi
Ritstjórn
Tilvísun
Sigurður Ægisson. „Hvenær er Mikjálsmessa?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7053.
Sigurður Ægisson. (2008, 6. febrúar). Hvenær er Mikjálsmessa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7053
Sigurður Ægisson. „Hvenær er Mikjálsmessa?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7053>.