Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 73 svör fundust
Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan. Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því ...
Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?
Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar. Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal ...
Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum? - Myndband
Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Stöðugt rafmagnsafl ...
Hvað eru djúpmyndir og hvað sýna þær okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er HUDF (Hubble Ultra Deep Field)? Hubble-geimsjónaukinn (Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990. Hubblesjónaukinn hefur gjörbreytt hugmyndum manna um alheiminn og m...
Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?
Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...
Hvernig vitum við að svarthol séu til?
Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri. Árið 1971 fundu stjarneðlisf...
Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?
Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...
Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?
Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...
Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...
Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?
Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...
Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...
Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?
Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...
Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?
Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að v...