Yfirleitt telja menn að sólkerfið sé staðsett í um 26.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautarmiðjunni en óvissan er um 3.300 ljósár. Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um Vetrarbrautina sem hægt er að finna með því að nota leitarvél vefsins. Mynd: Stjörnufræðivefurinn
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.