Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 248 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?

Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:fjármunabrotmanndráp og líkamsmeiðingarkynferðisbrotfíkn...

category-iconLífvísindi: almennt

Er banani ber?

Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna verður maður fatlaður?

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru fóstur sníkjudýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni teljast vera eitur?

Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?

Okkur er ekki kunnugt um að þetta orð sé notað í fræðilegu samhengi en hér á eftir er fjallað um orðið frá almennu málfræðilegu sjónarmiði. 'Krummaskuð' er upphaflega notað um eitthvað lítið og óverulegt og gat það verið næstum hvað sem var, hagldir, sylgjur, skór og fleira. Í seinni tíð hefur notkunin einkum b...

category-iconLandafræði

Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Landfræðilega er Mexíkó hluti Norður-Ameríku, en menningarlega á Mexíkó þó margt sameiginlegt með löndum Suður-Ameríku. Samkvæmt hefð er þurrlendi jarðar skipt í sjö meginlönd eins og lesa má í svari EMB við spurningunni Hvað eru heimsálfurnar margar? og fylgja heimsálfurnar þeirri skiptingu. Í svari við spur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?

Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...

category-iconLandafræði

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?

Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum. Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gigt?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

Fleiri niðurstöður