Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verður maður fatlaður?

EDS

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri þróun og því ólíklegt að nokkurn tíma muni liggja fyrir endanleg skilgreining á því.

Á Íslandi hefur helst verið stuðst við læknisfræðilega skilgreiningu sem kennd er við endurhæfingu. Samkvæmt íslenskum lögum um málefni fatlaðra er fatlaður einstaklingur manneskja sem að þarf á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar sinnar. Er þar átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- eða heyrnarskerðingu. Einnig getur fötlun stafað af langvarandi veikindum sem og slysum.

Fólk getur bæði verið fatlað frá fæðingu og, eins og segir hér fyrir ofan, getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar einstaklingur fæðist fatlaður getur verið um einhvern erfðasjúkdóm að ræða. Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar einstaklingur hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreinn um það. Nánar er fjallað um þetta í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um erfðasjúkdóma sem leiða til þess að einstaklingurinn verður fatlaður. Hægt er að finna slík svör með því að nota leitarvél vefsins.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna verður maður fatlaður?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7115.

EDS. (2008, 29. febrúar). Hvers vegna verður maður fatlaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7115

EDS. „Hvers vegna verður maður fatlaður?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7115>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður maður fatlaður?
Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri þróun og því ólíklegt að nokkurn tíma muni liggja fyrir endanleg skilgreining á því.

Á Íslandi hefur helst verið stuðst við læknisfræðilega skilgreiningu sem kennd er við endurhæfingu. Samkvæmt íslenskum lögum um málefni fatlaðra er fatlaður einstaklingur manneskja sem að þarf á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar sinnar. Er þar átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- eða heyrnarskerðingu. Einnig getur fötlun stafað af langvarandi veikindum sem og slysum.

Fólk getur bæði verið fatlað frá fæðingu og, eins og segir hér fyrir ofan, getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar einstaklingur fæðist fatlaður getur verið um einhvern erfðasjúkdóm að ræða. Erfðasjúkdóma má rekja til stökkbreytinga í genum. Oft eru þetta víkjandi stökkbreytingar og sjúkdómseinkenni koma þá einungis fram þegar einstaklingur hefur fengið víkjandi genið bæði frá föður og móður og er arfhreinn um það. Nánar er fjallað um þetta í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um erfðasjúkdóma sem leiða til þess að einstaklingurinn verður fatlaður. Hægt er að finna slík svör með því að nota leitarvél vefsins.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....