Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?

EDS

Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum.

Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hins vegar notað sem samheiti fyrir ríki þá falla ekki allar eyjur þar undir; í þeirri merkingu er Ísland land en Hrísey ekki. Dæmi um slíka notkun á orðinu land má til dæmis sjá í svörum við spurningunum Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með? og Er Alaska land?

Eyjan Hispaníóla í Karíbahafi er land í merkingunni þurrlendi en ekki þegar hugtakið land er notað sem samheiti orðsins ríki. Hins vegar skiptist Hispaníóla í tvö lönd, ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið.

Svo má benda á svar við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? Þar veltir höfundur því fyrir sér hver munurinn er á meginlandi og eyju og er niðurstaðan í raun sú að það er engin ein algild skilgreining sem hægt er að nota, nema ef vera skildi stærð. Í rauninni eru hugmyndir okkar um það hvað er meginland og hvað er eyja mikið til byggðar á huglægum mælikvarða, þar sem stærð skilur á milli í bland við jarðfræðilegar staðreyndir og jafnvel aðra þætti eins og náttúrufar og menningu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.3.2015

Spyrjandi

Heiða Jónasdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68880.

EDS. (2015, 5. mars). Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68880

EDS. „Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68880>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?
Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum.

Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hins vegar notað sem samheiti fyrir ríki þá falla ekki allar eyjur þar undir; í þeirri merkingu er Ísland land en Hrísey ekki. Dæmi um slíka notkun á orðinu land má til dæmis sjá í svörum við spurningunum Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með? og Er Alaska land?

Eyjan Hispaníóla í Karíbahafi er land í merkingunni þurrlendi en ekki þegar hugtakið land er notað sem samheiti orðsins ríki. Hins vegar skiptist Hispaníóla í tvö lönd, ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið.

Svo má benda á svar við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? Þar veltir höfundur því fyrir sér hver munurinn er á meginlandi og eyju og er niðurstaðan í raun sú að það er engin ein algild skilgreining sem hægt er að nota, nema ef vera skildi stærð. Í rauninni eru hugmyndir okkar um það hvað er meginland og hvað er eyja mikið til byggðar á huglægum mælikvarða, þar sem stærð skilur á milli í bland við jarðfræðilegar staðreyndir og jafnvel aðra þætti eins og náttúrufar og menningu.

Mynd:

...