Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 267 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?

Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?

Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á körtu og froski?

Dýr í ættbálknum Anura í flokki froskdýra (Amphibia) skiptast í froska og körtur. Unnt er að greina á milli froska og karta en sú aðgreining á sér ekki flokkunarfræðilegan grundvöll. Þannig teljast sumar tegundir vera körtur þótt aðrar náskyldar tegundir innan sömu ættar teljist froskar. Til vinstri má sjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?

Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...

category-iconHugvísindi

Er hægt að gera ekki neitt?

Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...

category-iconHugvísindi

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segjum við að það sé 'á tali'?

Orðasambandið „á tali“, sem notað er um síma sem er upptekinn, má rekja til orðasambandsins að vera (sitja eða sjást) á tali við einhvern. „Þeir sátu á tali langa stund,“ eða „hann sást á tali við stúlkuna“ og önnur álíka sambönd eru vel þekkt. Í símasöfnunum er mikilvægt að margir sitji við símann svo að aldrei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins heimskur?

Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi): Vits er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Werdnig-Hoffman veiki?

Werdnig-Hoffman veiki (e. Werdnig Hoffman disease, infantile spinal muscular atrophy) er arfbundinn vöðvarýrnunarsjúkdómur. Hann orsakast af hrörnun hreyfitaugafrumna í mænu og heilastofni. Veikin kemur yfirleitt í ljós í móðurkviði eða fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Á síðustu mánuðum meðgöngu gætu fósturhreyfi...

category-iconFélagsvísindi

Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Í íslenskri stjórnskipan er gert ráð fyrir því að svonefndir utanþingsráðherrar sitji á þingi. Með utanþingsráðherra er átt við ráðherra sem hefur verið skipaður í starf sitt þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á þing. Hefðin er sú að ráðherrar eru jafnframt þingmenn og njóta áfram allra réttinda sem slíki...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?

Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?

Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...

category-iconHeimspeki

Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?

Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...

category-iconHugvísindi

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?

Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...

Fleiri niðurstöður