Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 109 svör fundust
Hvaða tímatal notuðu menn fyrir Krists burð?
Ýmis tímatöl voru notuð áður en það tímatal sem nú er notað á Vesturlöndum og víðar var tekið upp. Raunar var ekki farið að miða við meint fæðingarár Jesú fyrr en á fyrri hluta 6. aldar. Það var Dionysius Exiguus sem gerði það árið 525 en hann vann þá að því að framlengja töflur yfir tímasetningu páskanna fyrir Jó...
Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...
Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?
Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...
Við hvaða hitastig bráðnar blý?
Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...
Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...
Hvað heitir gjaldmiðill Dóminíska lýðveldisins og hvert er gengi krónunnar gagnvart honum?
Gjaldmiðillinn heitir pesó og þegar þetta er skrifað, 18. júní 2003, fást um 0,37 pesó fyrir hverja íslenska krónu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa Mag...
Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...
Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?
Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku...
Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?
Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...
Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?
Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?
Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...
Hvað er skotsilfur?
Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...