Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 678 svör fundust
Hvaða munur er á leysiljósi og öðru ljósi? - Myndband
Munurinn á leysiljósi og ljósi algengra ljósgjafa til dæmis sólar, kertis, ljósaperu, ljóspípu eða ljóstvists (e. LED) er sá, að bylgjulengd (eða sveiflutíðni) ljóss leysisins takmarkast við örþröngt bil í rófi rafsegulbylgna, en ljós hinna ljósgjafanna dreifist þar yfir umfangsmikið svæði. Hægt er að lesa ...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...
Er munur á körlum og konum sem uppalendum?
Í aðalatriðum er minni munur á körlum og konum sem uppalendum en sá munur sem er á körlum innbyrðis og konum innbyrðis. Fólk elur börn sín upp með mismunandi hætti og sá mismunur fer eftir mörgu öðru frekar en kynferði foreldranna. Til dæmis tekur fólk með sér sem foreldrar mismunandi reynslu frá eigin uppeldi og ...
Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...
Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?
Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...
Hvaða munur er á leysiljósi og öðru ljósi?
Munurinn á leysiljósi og ljósi algengra ljósgjafa til dæmis sólar, kertis, ljósaperu, ljóspípu eða ljóstvists (e. LED) er sá, að bylgjulengd (eða sveiflutíðni) ljóss leysisins takmarkast við örþröngt bil í rófi rafsegulbylgna, en ljós hinna ljósgjafanna dreifist þar yfir umfangsmikið svæði. Ljós leysis er þess ...
Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?
Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...
Hvað þarf að flytja mikið af erfðaefni úr mönnum í apa til að þeir teljist til manna?
Sá munur sem er á erfðaefni manna og apa, til dæmis simpansa, hefur enn ekki verið skilgreindur, en þær athuganir sem hafa verið gerðar benda til þess að flest gen manns og simpansa séu nauðalík. Engum dylst þó að mikill munur er á tegundunum bæði hvað varðar útlitseinkenni og vitsmuni. Það hlýtur því að vera munu...
Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?
Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þe...
Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...
Hver er munurinn í metrum á milli flóðs og fjöru á mismunandi stöðum við landið?
Sjómælingar Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar, gefa út töflur um sjávarfallahæð á tæplega 50 stöðum á landinu. Þessar töflur, sem og annað útgefið efni Sjómælinga, má nálgast hjá sjókortasölum víðs vegar um landið. Munur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8 m í stórstreymi. Samkvæmt töflum Sjómælinga er mun...
Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...
Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?
Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...
Hvaða munur er á merkingu orðanna aðgangur og aðgengi?
Sumir hafa talið sig merkja að farið sé að nota orðið aðgengi óspart í stað orðsins aðgangs og nokkrir óttast að þetta sé farið að valda vissum ruglingi, ekki síst í umræðu um málefni fatlaðra. Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðgangur skýrður sem ‘frelsi, leyfi eða tækifæri til að komast eitthvað eða nýta s...