Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 400 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?

Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?

Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...

category-iconLögfræði

Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?

Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...

category-iconHagfræði

Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?

Ársreikningur er árlegt reikningsuppgjör fyrirtækis eða stofnunar. Um ársreikninga hér á landi gilda lög nr. 3/2006 og þar er hugtakið glögg mynd útskýrt á eftirfarandi hátt: Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um ...

category-iconLögfræði

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?

Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr....

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...

category-iconUndirsíða

Vefmæling og notkun á vefkökum

Vísindavefur Háskóla Íslands notar Piwik til vefmælinga. Við hverja komu inn á Vísindavefinn eru atriði eins og tími, dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis, skráð. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, til dæmis um það efni sem notendur sækjast mest ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?

Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?

Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?

Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconFornfræði

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?

Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos h...

category-iconHugvísindi

Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?

Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

Fleiri niðurstöður