Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 36 svör fundust
Hver er minnsti snákurinn?
Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...
Hvað getið þið sagt mér um hamstra?
Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn ...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?
Almennt er álitið að landnám smádýra tengist sjóstraumum að einhverju leyti og svo ríkjandi vindáttum.[1] Talið er að uppruna ýmissa smádýra hér á landi megi til að mynda rekja til Noregs og að hluti þeirra hafi komið með rekís þöktum einhverjum gróðri. Dýr í grýttum fjörum á Íslandi eru til dæmis þau sömu og finn...
Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?
Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við...
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?
Rannsóknir á fæðuháttum vesturláglendisgórillunnar (Gorilla gorilla gorilla), einnar af fimm deilitegundum górilluapa, sýna að górillur leggja fjölda tegunda plantna og ávaxta sér til munns. Hlutfallsleg skipting milli fæðuflokka, samkvæmt vistfræðirannsóknum, gefur til kynna að 67% fæðunnar séu ávextir. Er þá um ...
Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Francis Bacon?
Spyrjandi bætir við: Hefur eitthvað verið þýtt eftir hann? Ekkert virðist hafa verið þýtt eftir Francis Bacon á íslensku en um þennan forvitnilega heimspeking er ýmislegt að segja. Hann fæddist árið 1561 á miklum uppgangstímum í Englandi. Stjórnarfarið var stöðugt, menningin stóð í blóma og landið var á góðri le...
Eru til skordýr sem éta maura?
Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?
Erfitt er að greina skordýr útfrá skrifaði lýsingu einni saman, en líklega er þarna um að ræða húsamaur (Hypoponera punctatissima). Hann tilheyrir ættbálki æðvængja (Hymenoptera). Húsamaur er tiltölulega nýlegt meindýr hér á landi. Hans varð fyrst vart í gróðurhúsi árið 1956 og sást síðan ekki fyrr en 1974 þega...
Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?
Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar. Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið sam...
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?
Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...