Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?

Jón Már Halldórsson

Erfitt er að greina skordýr útfrá skrifaði lýsingu einni saman, en líklega er þarna um að ræða húsamaur (Hypoponera punctatissima). Hann tilheyrir ættbálki æðvængja (Hymenoptera).

Húsamaur er tiltölulega nýlegt meindýr hér á landi. Hans varð fyrst vart í gróðurhúsi árið 1956 og sást síðan ekki fyrr en 1974 þegar hann fannst á tveimur stöðum í Reykjavík. Eftir það hefur húsamaurs orðið vart í stöðugt ríkari mæli í híbýlum á Reykjavíkursvæðinu og víðar á landinu. Hann er því orðinn verulegt vandamál, aðallega vegna þess að það er afar erfitt að eyða honum.

Húsamaurar eru smágerð skordýr sem finnast einkum í holrúmum undir gólffjölum húsa. Ófrjóvgaðar drottningar hafa vængi og við verðum vör við þær þegar þær yfirgefa búin.

Húsamaurar eru smágerð skordýr, aðeins um 2-4 mm að stærð. Þeir þekkjast vel á eins konar aukalið sem þeir hafa milli bols og höfuð. Um lifnaðarhætti þeirra er frekar lítið vitað. Húsamaurar eru rándýr og lifa á ýmsum tegundum smádýra svo sem stökkmor (Collembola). Þeir eru jafnframt félagsskordýr og mynda bú með hundruðum eða þúsundum einstaklinga. Í þessum búum eru drottningar, vinnudýr og karldýr. Drottningin er stærst og vinnudýrin minnst. Öll eru þessu dýr vængjalaus nema ófrjóvgaðar drottningar og það eru þær sem fólk verður vart við þegar þær yfirgefa búin. Á ákveðnum tímum árs streymir oft mikill fjöldi um húsakynnin.

Hér á landi hafa búin einkum fundist í holrúmum í kjöllurum eða jarðhæðum húsa. Einnig hafa þau fundist í holrúmum undir gólfplötum eða í löskuðum skólplögnum þar sem heppileg lífsskilyrði myndast svo sem ríkulegt smádýralíf, hiti og raki. Oft getur verið erfitt að eyða búum þeirra þar sem djúpt er á þeim. Húsamaurar eru hvimleið meindýr. Þeir geta borið með sér sýkla en annars er skaði að þeim ekki mikill. Einhver grunur leikur þó á að þeir hafi stungið fólk.

Heimildir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Í vinnunni hjá mér eru pínulitlar, svartar flugur sem að svífa um. Þetta er að minnsta kosti pínulítið og svífur um. Sé eitt og eitt stykki. Eru þetta flugur eða hvað er þetta og hvaðan kemur þetta?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.2.2008

Síðast uppfært

4.2.2021

Spyrjandi

Helga Björg Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7067.

Jón Már Halldórsson. (2008, 14. febrúar). Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7067

Jón Már Halldórsson. „Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?
Erfitt er að greina skordýr útfrá skrifaði lýsingu einni saman, en líklega er þarna um að ræða húsamaur (Hypoponera punctatissima). Hann tilheyrir ættbálki æðvængja (Hymenoptera).

Húsamaur er tiltölulega nýlegt meindýr hér á landi. Hans varð fyrst vart í gróðurhúsi árið 1956 og sást síðan ekki fyrr en 1974 þegar hann fannst á tveimur stöðum í Reykjavík. Eftir það hefur húsamaurs orðið vart í stöðugt ríkari mæli í híbýlum á Reykjavíkursvæðinu og víðar á landinu. Hann er því orðinn verulegt vandamál, aðallega vegna þess að það er afar erfitt að eyða honum.

Húsamaurar eru smágerð skordýr sem finnast einkum í holrúmum undir gólffjölum húsa. Ófrjóvgaðar drottningar hafa vængi og við verðum vör við þær þegar þær yfirgefa búin.

Húsamaurar eru smágerð skordýr, aðeins um 2-4 mm að stærð. Þeir þekkjast vel á eins konar aukalið sem þeir hafa milli bols og höfuð. Um lifnaðarhætti þeirra er frekar lítið vitað. Húsamaurar eru rándýr og lifa á ýmsum tegundum smádýra svo sem stökkmor (Collembola). Þeir eru jafnframt félagsskordýr og mynda bú með hundruðum eða þúsundum einstaklinga. Í þessum búum eru drottningar, vinnudýr og karldýr. Drottningin er stærst og vinnudýrin minnst. Öll eru þessu dýr vængjalaus nema ófrjóvgaðar drottningar og það eru þær sem fólk verður vart við þegar þær yfirgefa búin. Á ákveðnum tímum árs streymir oft mikill fjöldi um húsakynnin.

Hér á landi hafa búin einkum fundist í holrúmum í kjöllurum eða jarðhæðum húsa. Einnig hafa þau fundist í holrúmum undir gólfplötum eða í löskuðum skólplögnum þar sem heppileg lífsskilyrði myndast svo sem ríkulegt smádýralíf, hiti og raki. Oft getur verið erfitt að eyða búum þeirra þar sem djúpt er á þeim. Húsamaurar eru hvimleið meindýr. Þeir geta borið með sér sýkla en annars er skaði að þeim ekki mikill. Einhver grunur leikur þó á að þeir hafi stungið fólk.

Heimildir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Í vinnunni hjá mér eru pínulitlar, svartar flugur sem að svífa um. Þetta er að minnsta kosti pínulítið og svífur um. Sé eitt og eitt stykki. Eru þetta flugur eða hvað er þetta og hvaðan kemur þetta?
...