Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 58 svör fundust
Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Hver er vinsælasti mánuðurinn til að fæðast í? Upphaflegu spurninguna er hægt að túlka á tvo vegu; annars vegar í hvaða mánuði sé eftirsóttast að fæðast og hins vegar í hvaða mánuði sé algengast að fæðast. Ekki verður lagt mat á fyrri túlkunina hér en síðari túlkuninni v...
Hvers konar gor er í gormánuði?
Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...
Hvað búa margir í heiminum?
Þegar þetta svar er skrifað (22.6.2000) búa um 6.076.100.000 manns í heiminum. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan bætist hratt við þá tölu og má finna uppfærðar upplýsingar um fólksfjölda í heiminum hér. Tölur sem þessar þarf þó að taka með fyrirvara vegna þess að nákvæmur fólksfjöldi er ekki þekktur í sum...
Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar ...
Hvað er kjörþögli?
Upphaflega var spurningin svona: Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið? Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn se...
Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust? (Elfar Sigþórsson) Hvað er mesta frost sem mælst hefur á Íslandi? (Adam Brands) Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. L...
Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?
Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...
Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.
Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Hversu oft er fullt tungl í mánuði?
Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...
Hvað éta fiðrildi?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig er lífhringur fiðrilda yfir árið? Fiðrildi eru ættbálkur skordýra sem heitir á latínu Lepidoptera. Lepidoptera þýðir hreisturvængjur, sem vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Þetta verða allir varir við sem snerta fiðrildi. Skipta má fiðrildum í ...
Hvað varð kalt árið 1918?
Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...
Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?
Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...