Hver er vinsælasti mánuðurinn til að fæðast í?Upphaflegu spurninguna er hægt að túlka á tvo vegu; annars vegar í hvaða mánuði sé eftirsóttast að fæðast og hins vegar í hvaða mánuði sé algengast að fæðast. Ekki verður lagt mat á fyrri túlkunina hér en síðari túlkuninni verða gerð nokkur skil. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands sem ná aftur til ársins 1853 hafa flestar fæðingar á Íslandi átt sér stað í ágústmánuði, 50.062 talsins. Næstu mánuðir í röðinni eru júlí með 49.459 fæðingar og september með 49.303 fæðingar. Fæstar fæðingar hafa átt sér stað í febrúar, 38.296, enda eru færri dagar í þeim mánuði en öðrum. Með því að smella hér má finna, neðst í flettimyndinni hægra megin, fjölda fæðinga í hverjum einasta mánuði frá árinu 1853. Frjóasti staki mánuður þessa tímabils er ágúst árið 2009 en þá litu 479 nýburar dagsins ljós. Heimild: Mynd:
- Pixabay. (Sótt 3.5.2018).