Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 44 svör fundust
Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?
Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í m...
Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?
Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...
Hvaðan kemur baskneska?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?
Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...
Hvaða tungumál er talið það flóknasta í heimi og hvað eru tungumálin mörg?
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendi...
Hvaða bók er mest selda bók allra tíma?
Biblían er mest selda og mest lesna bók allra tíma. Vefsetur Guinness World Records áætlar að um 2.500.000.000 (2,5 milljarðar) eintaka hafi verið seld í heiminum síðan 1815! Biblían hefur verið þýdd á 2.233 tungumál og mállýskur. Reikna má með að annað trúarrit, Kóraninn, komi í öðru sæti en á þó harðri barátt...
Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?
Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku. Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upph...
Hvert norðulandamálanna fimm líkist mest frumnorrænu?
Norðurlandamálin eru oft einungis talin íslenska, norska, danska, sænska og finnska en rétt er að telja einnig með færeysku, grænlensku og samísku. Af þessum málum eru finnska, grænlenska og samíska ekki germönsk mál og því ekki skyld hinum fimm sem vanalega eru kölluð norræn mál. Germönsk mál skiptust snemma í...
Hvaðan kemur íslenska orðið von?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...
Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...
Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...
Í hvaða löndum er töluð spænska?
Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim - reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kínversku. Samtals e...
Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...
Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?
Ætla má að spyrjandi eigi við það hvenær tiltekið tungumál hafi þróast svo mikið að hægt sé að tala um nýtt tungumál og hversu langan tíma það taki. Grundvallaratriði í þessu samhengi er skilgreining hugtaksins tungumál. Eins og áður hefur komið fram í svari Diane Nelson við spurningu um fjölda tungumála í heim...