Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 526 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig er yfirborð Satúrnusar?

Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð. Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimföru...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?

Landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að 12. apríl verði viðbúnaður vegna fuglaflensu færður af áhættustigi I á stig II. Það þýðir að miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands. Forsenda áhættustigs II er að fuglaflensa (H5N1) hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum en leiðir margra farf...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða drangar eins og Reynisdrangar til?

Reynisdrangar eru harður kjarni úr móbergshrygg sem sjórinn hefur rofið burt þannig að þeir standa einir eftir. Líklega eru þeir framhald af móbergshryggnum Reynisfjalli. Hryggurinn hefur sennilega myndast í sprungugosi undir jökli ísaldar. Móbergið er samlímd gosaska svipuð þeirri sem Surtsey, Katla og Grímsv...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?

Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?

Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru flekar á jörðinni?

Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 ti...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?

Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos?

Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hverju er Mars?

Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconÞjóðfræði

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um fiseindir?

Fiseindir (e. neutrinos) teljast til öreinda, en allt efni í alheiminum er samsett úr litlum einingum sem vísindamenn nefna öreindir. Í minnstu hlutum er aragrúi öreinda. Fiseindir hafa lengi þótt mjög dularfullar. Þær víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrrstöðumassa ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kaldur samruni og hafa vísindamenn uppgötvað eitthvað nýtt í þeim efnum?

Samruni felst í því að tveir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Auðvelt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis með því að hraða tvívetnisatómi með 15.000 volta...

category-iconLögfræði

Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?

Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...

Fleiri niðurstöður