Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 187 svör fundust
Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?
Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...
Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?
Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þu...
Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...
Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?
Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...
Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?
Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...
Er betra að vera piparsveinn en piparmey?
Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?
Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar se...
Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...
Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...
Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?
Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...
Hvaðan kemur íslenska og forn-norska orðið 'geirvarta'?
Orðið geirvarta er samsett úr orðunum geir og varta og þekktist þegar í fornu máli bæði um mjólkurvörtu á konubrjósti og brjóstvörtu á karlmanni. Geir merkti í fornu máli ‘spjót’, en hafði einnig merkinguna ‘smáoddi, smátota’. Varta er notað um hornkennda bólu á húð manna og hefur brjóstvartan þótt minna á slíka b...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...