Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1354 svör fundust
Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?
Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin. Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...
Getið þið sagt mér sögu Titanic?
Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...
Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...
Hver er uppruni atviksorðsins alveg?
Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...
Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 ef siðferðilega staðla við þróun þess vantar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er siðferðilega rétt að nota bóluefni við COVID-19 sem hefur verið prófað nauðugt á föngum eða ef aðra siðferðilega staðla í þróun þess vantar? Þegar vísindatilraunir eru gerðar á manneskjum, hvort sem um er að ræða í læknisfræðilegu skyni eða vegna annars konar ran...
Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...
Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...
Eru stjörnuspár sannar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...
Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?
Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?
Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...
Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?
Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...