Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 72 svör fundust
Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?
Spyrjandi bætir við:Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota. Þessar ...
Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?
Eðlur tilheyra ættbálki skriðdýra (Reptilia) eins og skjaldbökur, slöngur, krókódílar og hinn lítt þekkti hópur ranakolla. Í Ástralíu finnast flestar skriðdýrategundir allra landa, eða um það bil 880. Þar á eftir koma Mexíkó með tæplega 840 skriðdýrategundir og svo Indónesía með um það bil 750 tegundir skriðdýra. ...
Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?
Engar heimildir eru um hófdýrið asna (Equus africanus asinus) á Íslandi. Mögulega er skýringin sú að asnar eru ekki mjög algengir í norðvesturhluta Evrópu og hafa því ekki verið fluttir hingað til lands. Talið er að asnar hafi fyrst verið tamdir í Afríku fyrir um 7.000 árum. Þeir hafa í gegnum árþúsundin gegnt...
Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?
Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrst...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Hverjar eru líkurnar á að fá par, tvö pör, þrennu og svo framvegis í fimm spila póker?
Heildarfjöldi möguleika á að fá fimm spil á hendi í póker er \[{52 \choose 5} = \frac{52!}{5! \cdot (52-5)!} = \frac{52!}{5! \cdot 47!} = 2.598.960.\] Hér táknar ${52 \choose 5}$ tvíliðustuðul, sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tv...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Samstarfssamningur Landsvirkjunar og Vísindavefs Háskóla Íslands undirritaður
Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning til þriggja ára um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Samningurinn kveður á um samstarf um vandaða og nútímalega vísindamiðlun til almennings. Sameiginlegt markmið Landsvirkjunar og Vísindavefsins er að fræða ungt fólk og almenning um vísindi. Lan...
Hversu margir útskrifuðust með BS-gráðu í tölvunarfæði úr íslenskum háskólum árin 2011-2020?
Tölvunarfræði er kennd við tvo háskóla á Íslandi, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólann í Reykjavík (HR). Einnig er hægt að stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri en það er í samstarfi við HR og nemendur eru því skráðir í síðarnefnda skólann. Á árunum 2011-2020 fengu 1.708 nemendur BS-gráðu í tölvunarf...
Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum?
Spurningin í heild er sem hér segir: Hvernig er stærðfræðileg skýring á Quicksort algoritmanum? Er til hraðari algoritmi til þess að raða gögnum og ef svo er, hvernig er hann? Til eru ýmsar útgáfur af Quicksort röðunaraðferðinni, en grunnaðferðinni má lýsa þannig að byrjað er á að velja svokallað vendistak (á en...
Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?
Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Lifa villtir fílar í Kína?
Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...
Hvers vegna dó flökkudúfan út?
Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...
Hvernig reiknar maður út hversu miklar líkur séu á því að í hópi vinnufélaga eigi einhverjir tveir sama afmælisdag?
Svarið við þessu fer eftir því hversu margir eru í upprunalega hópnum og hversu líklegt það er að tiltekinn dagur sé afmælisdagur einhverrar manneskju. Við skulum gera ráð fyrir að allir dagar ársins séu jafn líklegir sem afmælisdagar, því annars verður spurningin fljótt of flókin til að hægt sé að svara henni í s...