Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lifa villtir fílar í Kína?

Jón Már Halldórsson

Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðgerðir síðustu áratugi hafa hins vegar skilað þeim árangri að bæði hefur fílum og fílahjörðum fjölgað. Talið er að heildarfjöldi fíla í Kína sé nú um 300 dýr.

Talið er að villtir fílar í Kína séu um 300.

Kínverskir fílar komust í heimsfréttirnar fyrri hluta árs 2021 eftir að 15 fílar héldu af stað í leiðangur nokkrum mánuðum fyrr. Þeir yfirgáfu heimkynni sín í skóglendi Yunnan-héraðs og þrömmuðu mörg hundruð kílómetra leið í norðausturátt, í gegnum bæi, borgir og ræktarlönd með tilheyrandi eyðileggingu. Hvað olli þessu ferðalagi hópsins er ekki gott að segja. Sennileg tilgáta er þó sú að fjölgun fíla undanfarin ár og samkeppni við manninn um land hafi leitt til þrenginga á heimaslóðum. Umráðasvæði fílanna hefur þá minnkað og þarmeð aðgangur þeirra að fæðu. En hver sem ástæðan kann að vera þá herma fréttir í ágúst 2021, þegar þetta svar er skrifað, að tekist hafi að snúa hópnum við og hann sé nú á heimleið.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.8.2021

Spyrjandi

Halldór Atli

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Lifa villtir fílar í Kína?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82057.

Jón Már Halldórsson. (2021, 24. ágúst). Lifa villtir fílar í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82057

Jón Már Halldórsson. „Lifa villtir fílar í Kína?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Lifa villtir fílar í Kína?
Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðgerðir síðustu áratugi hafa hins vegar skilað þeim árangri að bæði hefur fílum og fílahjörðum fjölgað. Talið er að heildarfjöldi fíla í Kína sé nú um 300 dýr.

Talið er að villtir fílar í Kína séu um 300.

Kínverskir fílar komust í heimsfréttirnar fyrri hluta árs 2021 eftir að 15 fílar héldu af stað í leiðangur nokkrum mánuðum fyrr. Þeir yfirgáfu heimkynni sín í skóglendi Yunnan-héraðs og þrömmuðu mörg hundruð kílómetra leið í norðausturátt, í gegnum bæi, borgir og ræktarlönd með tilheyrandi eyðileggingu. Hvað olli þessu ferðalagi hópsins er ekki gott að segja. Sennileg tilgáta er þó sú að fjölgun fíla undanfarin ár og samkeppni við manninn um land hafi leitt til þrenginga á heimaslóðum. Umráðasvæði fílanna hefur þá minnkað og þarmeð aðgangur þeirra að fæðu. En hver sem ástæðan kann að vera þá herma fréttir í ágúst 2021, þegar þetta svar er skrifað, að tekist hafi að snúa hópnum við og hann sé nú á heimleið.

Heimildir og mynd:

...