Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?

Jón Már Halldórsson

Eðlur tilheyra ættbálki skriðdýra (Reptilia) eins og skjaldbökur, slöngur, krókódílar og hinn lítt þekkti hópur ranakolla. Í Ástralíu finnast flestar skriðdýrategundir allra landa, eða um það bil 880. Þar á eftir koma Mexíkó með tæplega 840 skriðdýrategundir og svo Indónesía með um það bil 750 tegundir skriðdýra.

Eðla af tegundinni Varanus giganteus en svo nefnast stærstu eðlur í Ástralíu. Þær geta orðið allt að 2,5 metra langar.

Ef aðeins er litið til fjölda eðlutegunda (Lacertilia) en ekki allra skriðdýrategunda þá trónir Ástralía líka á toppnum. Sennilega er heildarfjöldi eðlutegunda í Ástralíu 520 talsins sem er mjög hátt hlutfall miðað við að þekktar tegundir eðla á heimsvísu eru 3000. Tegundaríkasta ættin í Ástralíu, og reyndar á heimsvísu, eru skinkur (Scincidae) en til þeirra teljast tæplega 60% allra eðlutegunda í Ástralíu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.3.2015

Spyrjandi

Ylfa

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69370.

Jón Már Halldórsson. (2015, 17. mars). Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69370

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?
Eðlur tilheyra ættbálki skriðdýra (Reptilia) eins og skjaldbökur, slöngur, krókódílar og hinn lítt þekkti hópur ranakolla. Í Ástralíu finnast flestar skriðdýrategundir allra landa, eða um það bil 880. Þar á eftir koma Mexíkó með tæplega 840 skriðdýrategundir og svo Indónesía með um það bil 750 tegundir skriðdýra.

Eðla af tegundinni Varanus giganteus en svo nefnast stærstu eðlur í Ástralíu. Þær geta orðið allt að 2,5 metra langar.

Ef aðeins er litið til fjölda eðlutegunda (Lacertilia) en ekki allra skriðdýrategunda þá trónir Ástralía líka á toppnum. Sennilega er heildarfjöldi eðlutegunda í Ástralíu 520 talsins sem er mjög hátt hlutfall miðað við að þekktar tegundir eðla á heimsvísu eru 3000. Tegundaríkasta ættin í Ástralíu, og reyndar á heimsvísu, eru skinkur (Scincidae) en til þeirra teljast tæplega 60% allra eðlutegunda í Ástralíu.

Mynd:

...