Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 884 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?

Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconFornleifafræði

Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...

category-iconFornleifafræði

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

category-iconFélagsvísindi

Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?

Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa snákar í vatni?

Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...

category-iconJarðvísindi

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg hestakyn?

Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...

category-iconFornleifafræði

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...

category-iconFornleifafræði

Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?

Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi...

Fleiri niðurstöður