Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 93 svör fundust
Er mjólk svört í myrkri?
Þetta er ein af þeim spurningum sem við fáum trúlega aldrei endanlegt svar við. Svarið ræðst af því hvað við eigum við þegar við tölum um liti en heimspekingum hefur reynst ákaflega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það. Sumir halda því fram að augljóst sé að hlutur haldi lit sínum óháð aðstæðum á...
Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?
Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorde...
Hver er hæsti foss heims?
Hæsti foss í heimi er í Venesúela og á íslensku gætum við nefnt hann Englafoss. Hann er 979 m hár. Á spænsku kallast hann Salto Ángel en á ensku Angel Falls. Hann er nefndur eftir Bandaríkjamanninum James Angel sem brotlenti flugvél sinni nálægt fossinum árið 1937. Vegna þess hve skógurinn er þéttur nálægt...
Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?
Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...
Af hverju kann ég ekki að fljúga?
Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja. Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið. Þo...
Hvað eru háloftavindar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...
Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju koma drunur þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn? Hvernig upplifir farþegi í farartækinu það?Fjallað er um fyrri hluta spurningarinnar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Seinni hlutan...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...
Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?
Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...
Af hverju fær maður hellu fyrir eyrun?
Eyrað skiptist í þrjá hluta, úteyra sem er hin sýnilega blaðka eyrans og hlustin, miðeyra eða hljóðhol og inneyra eða völundarhús. Bæði úteyrað og hljóðholið eru fyllt lofti en hljóðhimnan skilur á milli þessara tveggja hluta eyrans. Hella í eyrum stafar af þrýstingsmun yfir hljóðhimnu eyrans. Hún kemur fram þe...
Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?
Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að taka fram að flugvél mun aldrei ná að fljúga yfir Ísland á ljóshraða eins og útskýrt er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það? Ljósið ferðas...
Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?
Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?
Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum. Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsd...
Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...