Af hverju koma drunur þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn? Hvernig upplifir farþegi í farartækinu það?Fjallað er um fyrri hluta spurningarinnar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Seinni hlutanum er svarað í stuttu máli hér á eftir. Þegar flugvél fer gegnum hljóðmúrinn (Mach 1) verður skyndileg þögn í vélinni vegna þess að hún fer fram úr öllum hávaða sem hún myndar í loftinu. Þegar hraðinn fer aftur niður fyrir hljóðhraðann myndast mikil hljóð inni í henni af því að höggbylgjurnar ná henni og fara síðan fram úr henni. Heimild: MadSci Network, svar eftir Adrian Popa.
Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?
Útgáfudagur
7.10.2001
Spyrjandi
Richard Hansen
Tilvísun
ÞV. „Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?“ Vísindavefurinn, 7. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1897.
ÞV. (2001, 7. október). Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1897
ÞV. „Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1897>.