Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?

Haraldur Ólafsson

Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum.

Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsdropa sem frjósa fastir við ísmolann og þyngja hann enn frekar.

Í ýmsum heimildum er getið um ísklumpa sem eru margfalt þyngri en þyngsta hagl sem sögur fara af. Auk þess falla margir þeirra í heiðríkju. Verða þeir því trauðla skýrðir á sama hátt og hagl.

Í þessu sambandi hefur athygli manna einkum beinst að flugumferð. Algengt er að yfir 50 stiga frost sé í þeirri hæð sem þotur fljúga í milli landa og því eðlilegt að "úrgangur" frá slíkri umferð komi frosinn til jarðar. Í samantekt J. E. McDonalds í tímaritinu Weatherwise frá 1960 segir frá 30 tilvikum þar sem ísklumpar féllu til jarðar í Bandaríkjunum á 7 ára tímabili og fylgja í mörgum þeirra tilfella upplýsingar um að flugvél hafi nýflogið hjá. Þá mun í opinberri breskri skýrslu frá svipuðum tíma vera upplýst að efnagreining hafi leitt í ljós leifar af sykri, mjólk og telaufum í 7 ísklumpum af 27. Kostur af því tagi mun algengur í breskum flugvélum.

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Jónas, Dúfnahólum

Efnisorð

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=118.

Haraldur Ólafsson. (2000, 16. febrúar). Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=118

Haraldur Ólafsson. „Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?
Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum.

Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsdropa sem frjósa fastir við ísmolann og þyngja hann enn frekar.

Í ýmsum heimildum er getið um ísklumpa sem eru margfalt þyngri en þyngsta hagl sem sögur fara af. Auk þess falla margir þeirra í heiðríkju. Verða þeir því trauðla skýrðir á sama hátt og hagl.

Í þessu sambandi hefur athygli manna einkum beinst að flugumferð. Algengt er að yfir 50 stiga frost sé í þeirri hæð sem þotur fljúga í milli landa og því eðlilegt að "úrgangur" frá slíkri umferð komi frosinn til jarðar. Í samantekt J. E. McDonalds í tímaritinu Weatherwise frá 1960 segir frá 30 tilvikum þar sem ísklumpar féllu til jarðar í Bandaríkjunum á 7 ára tímabili og fylgja í mörgum þeirra tilfella upplýsingar um að flugvél hafi nýflogið hjá. Þá mun í opinberri breskri skýrslu frá svipuðum tíma vera upplýst að efnagreining hafi leitt í ljós leifar af sykri, mjólk og telaufum í 7 ísklumpum af 27. Kostur af því tagi mun algengur í breskum flugvélum.

...