Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 52 svör fundust
Hvað er átt við þegar eitthvað „skíðlogar“? Hvað þýðir þetta skíð?
Hvorugkynsorðið skíði, í eldra máli skíð, merkir ‛klofinn viður, viðarflettingur, viðarbútur’. Þegar eldur er kveiktur er meðal annars notast við skíði og þegar eldurinn logar glatt er talað um að það skíðlogi, það er logar vel í skíðunum. Það skíðlogar þegar vel logar í skíðunum.. Hvorugkynsorðið skíð...
Hver er munurinn á blossamarki, brunamarki og íkveikjumarki?
Blossamark (e. flash point), brunamark (e. fire point) og íkveikjumark (e. ignition tempterature, einnig kallað sjálfsíkveikjumark, e. autoignition temperature) eru allt hugtök sem hafa með bruna efna að gera. Við tölum um bruna þegar efni hvarfast við súrefni þannig að úr verður eldur, það er að segja það myndast...
Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?
Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...
Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er? Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því...
Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því e...
Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld?
Spurningin í heild sinni hljóðar svo:Hvernig kveiktu „fornmenn“ á Íslandi eld? Hvers vegna þurfti Grettir að „sækja eld“ úr Drangey; og höfðu brennumenn eld með sér til að kveikja í Bergþórshvoli? Að hafa vald á eldinum er eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum. Að geta kveikt eld og stjórnað honum e...
Hvað er þetta tandur í því sem er tandurhreint?
Orðið tandur merkir ‘eldur, smáneisti’ og þekkist þegar í fornu máli. Ekkert dæmi fannst þó í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Annað orð sömu merkingar og af sama uppruna er tandri sem kemur fyrir í skáldamáli og sem fornnorskt viðurnefni á 14. öld. Þá má nefna sögnina að tandra, sem dæmi er um frá 17. öld, og sö...
Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?
Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...
Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?
Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...
Af hverju slokknar eldur ef maður sprautar vatni á hann?
Eins og flestir vita hentar vatn yfirleitt vel til þess að slökkva eld. Ástæðan er sú að vatnið kælir bæði eldinn og eldsmatinn ákaflega vel og einnig hindrar vatnið aðgang súrefnis að eldinum. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu. Það geta allir reynt með því að setja pott með lítra af vatni á eldavélarh...
Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?
Þegar slökkt er á logandi kerti sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í vaxgufunni. Það er hægt að nýta sér þetta vaxský til að gera smá „töfrab...
Ef kveikt er á eldspýtu á Venusi, brennur andrúmsloftið þá upp?
Svarið er nei. Það er ekki hægt að kveikja á eldspýtu á reikistjörnunni Venusi þar sem lofthjúpur hennar inniheldur ekkert súrefni sem eldurinn þyrfti til ad nærast á. Andrúmsloft Venusar inniheldur að langmestu leyti (96,5%) koldíoxíð sem kæfir eld. Eldur getur þar af leiðandi ekki brunnið á Venusi. Frekar...
Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?
Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...
Hvers vegna varpar eldur engum skugga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...