Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 75 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?

Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...

category-iconSálfræði

Hvað er tákn með tali?

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er metafóra?

Metafóra er hljóðlíking gríska orðsins metaphora sem hefur verið íslenskað með hugtakinu myndhvörf. Gríska orðið merkir bókstaflega 'að bera yfir' eða 'yfirfærsla' og á sérstaklega við um það þegar merking orðs færist af einu sviði yfir á annað. Þegar við tölum um borðfætur beitum við myndhvörfum. Samkvæmt kla...

category-iconSálfræði

Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?

Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gef...

category-iconJarðvísindi

Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skrið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconStærðfræði

Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?

Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?

Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að Júpíter sé gasský?

Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur flatormurinn Artioposthia triangulata fundist á Íslandi?

Flatormar (Platyhelminthes) mynda sérstaka fylkingu dýra. Líkamsbygging þeirra er mjög einföld. Þeir eru flatvaxnir eins og nafnið bendir til og flestar tegundirnar eru smávaxnar. Meltingarkerfið er einfalt og vantar endaþarm. Líkaminn er myndaður úr þremur veflögum en ekkert eiginlegt lífhol er í flatormum. ...

category-iconHeimspeki

Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?

Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...

category-iconHugvísindi

Hvar var fyrsti píramídinn?

Þrepapíramídinn í Sakkara. Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalan...

Fleiri niðurstöður